Súkkulaðitrufflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði elska ég að borða þær 😉 og svo er hrikalega einfalt og skemmtilegt að búa þær til. Allir geta verið með í „bakstrinum“ – ungir sem aldnir. Það er því frábært að eiga náðuga stund með börnunum eða vinunum, spjalla og hlæja saman um leið og maður hnoðar súkkulaði í bolta og veltir þeim upp úr einhverju góðu t.d. kakói, kókosmjöli, lakkrísdufti eða muldum hnetum. Continue reading
Litlir bakaðir kleinuhringir með glassúr
Þessir litlu sætu kleinuhringir eru svo skemmtilegir og dásamlega góðir. Þeir eru rétt munnbiti að stærð sem mér finnst svo krúttlegt en það er líka til form frá Wilton sem er gerir hefðbundna stærð af kleinuhringjum Aðferðin við að baka þá er nákvæmlega sú sama fyrir utan lengri bökunartíma. Ég notaði þetta form en það keypti ég fyrir löngu síðan í Allt í köku. Continue reading
Gulrótarkaka með rjómaostakremi – mín uppáhalds uppskrift
Góð gulrótarkaka með góðu rjómaostakremi er ein af mínum uppáhalds kökum. Þessi uppskrift er svakalega góð! Gulræturnar eru soðnar og maukaðar en ekki rifnar sem þýðir að kakan er súper djúsí 🙂 Uppskriftina fékk ég í matreiðslubókinni The Silver Palate Cookbook og ég fylgi henni oftast alveg – kannski breyti ég aðeins magninu af gulrótunum, hnetunum og kanilnum. Mína útgáfu er að finna hérna fyrir neðan en upprunalegu uppskriftina er að finna hérna. Continue reading
Nammisprengja – vanillukaka með Milka súkkulaði og appelsínusmjörkremi
Þessi kaka er frábær í öll afmæli, hvort sem verið er að fagna 5 eða 75 árum – hún gleður alla (nema kannski þá sem eru að detoxa 😉 ).
Ég bakaði þessa vanilluköku (hún dugar í 2*23 cm form eða 3*20 cm) og ég skar niður Caramel cream súkkulaði frá Milka í þokkalega stóra bita og blandaði varlega út í degið rétt áður en ég skipti því upp milli bökunarformanna. Oft á súkkulaðið það til að safnast saman í botninum á forminu. Stundum virkar það að velta súkkulaðibitunum upp úr örlitlu hveiti áður en þeim er blandað út í degið. Continue reading
Stökkir vanillubitar með súkkulaði og hnetum
Stundum langar mig að baka eitthvað svakalega einfalt, eitthvað sem tekur ekki langan tíma en smakkast dásamlega. Þessir kökubitar eru einmitt þannig: hráefnin eru einföld, aðferðin er einföld en niðurstaðan er meira en ásættanleg – reyndar bara alveg geggjuð! Continue reading
Ískaka með súkkulaðibráð og pekanhnetukaramellukurli
Ég elska ís og ég elska góða köku svo fyrir mér er ískaka hin fullkomna samsetning.
Þessi kaka er ótrúlega einföld í smíðum. Best er að undirbúa ísinn kvöldinu áður en kakan á að borðast. Ég ákvað að baka einfalda uppskrift af þessari frábæru súkkulaðiköku og hún passar akkúrat í þrjú 20 cm kökuform. En kvöldið áður tók ég tvö af þessum bökunarformum og settti álpappír inn í þau. Álpappírinn þarf að ná vel yfir barmana á formunum. Ég fyllti þau svo af mjúkum ís (ég lét ísinn standa á eldhúsborðinu í tíu mínútur áður en ég setti hann í kökuformin). Continue reading
Hummingbird kaka með rjómaostakremi
Í sumar hitti ég brúðhjón sem komu hingað til Íslands alla leið frá Ameríku til að láta gifta sig. Við spjölluðum meðal annars um það hvernig brúðartertu þau vildu hafa og hvaða bragði þau væru spenntust fyrir. Þau höfðu séð fyrir sér að hafa þrjár ólíkar bragðtegundir og meðal annars vildu þau Hummingbird köku með rjómaostakremi. Ég kom af fjöllum.
Súkkulaðibollakökur með sykurpúðafjalli og súkkulaðibráð
Ég hef haft augastað á þessum flottu bollakökum lengi enda súper djúsí að sjá en ég viðurkenni það alveg að það hræddi mig pínulítið að snúa bollaköku með fjalli af sykurpúðakremi á yfir fljótandi súkkulaðibráð, dýfa fjallinu í súkkulaðið og láta kökuna svo bara hanga rólega yfir súkkulaðinu þar til það hætti að leka af. Um liðna helgi var enginn bakstur á dagskrá en ég vaknaði á sunnudagsmorguninn með þessar á heilanum. Continue reading
Nýr dagur, ný kaka
Þessa köku bakaði ég fyrir systur mína (já, aftur!) en hún fékk Hús og híbýlí í heimsókn til sín í gær og auðvitað vildi hún bjóða upp á eitthvað sætt með kaffinu 😉
Ég bakaði þessa vanilluköku og setti þetta vanillukrem á kökuna. Súkkulaðið ofan á kökunni er hvítt Candy melts frá Wilton en það er auðvitað hægt að bræða hvaða súkkulaði sem er og hella yfir kökuna. Allt skrautið ofan á henni er marengs og gullflögurnar fást í Allt í köku.
Súkkulaðibollakökur með svakalegu súkkulaðikremi – uppskrift
Ef þú elskar súkkulaði þá skaltu halda áfram að lesa.
Um daginn rakst ég á þessa sjúklega girnilegu uppskrift að súkkulaðikremi hjá Manuelu hjá Passionforbaking og ég bara varð að prófa hana. Ég notaði 70% súkkulaði frá Nóa Síríus sem gerði kremið örlítið beiskt en það borðuðu það allir með bestu lyst, ungir sem aldnir 🙂 Þetta krem samanstendur af dökku súkkulaði, heimalagaðri karamellu og smjöri. Continue reading