Fyrir nokkrum mánuðum sá ég svo fallega köku á netinu. Hún var skreytt með Matcha smjörkremi sem gaf henni yndislegan grænan (já – ég veit) náttúrulegan lit. Engin þörf á að nota matarlit 😀 Þarna kviknaði áhugi minn á því að prófa að nota Matcha te í bakstur og loooooksins lét ég verða að því eftir að ég rakst á Matcha tea for cooking á Te & Kaffi. Continue reading
Brúðarterta og afsakanir . . . .
Úff, það er orðið alltof langt síðan ég bloggaði síðast!
Ástæðan fyrir bloggleysinu er helst sú að ég er LOKSINS farin af stað með kökuskreytinganámskeiðin mín – VEI! En ég viðurkenni að það kostaði töluvert átak að láta slag standa og græja það sem þurfti fyrir námskeiðin og svo auðvitað að byrja að auglýsa þau. Ég hafði ekki hugmynd um það hvort einhver Continue reading
Áramótabomban – Súkkulaði- og vanillukaka með saltri karamellusósu og smjörkremi
Gleðilegt nýtt ár kæru vinir!
Ég er búin að taka því (aðeins of) rólega yfir hátíðirnar og hef engu póstað síðan fyrir jól en ekki láta ykkur detta í hug að ég hafi ekki bakað í fríinu – það var sko ekki svo.
Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að kökunni sem við buðum upp á í áramótapartýinu okkar. Þessi kaka sló þvílíkt í gegn enda á Nigella sjálf uppskriftina að karamellunni – og hún (Nigella….nei ég meina karamellan) er fullkomin! Continue reading
Fallega skreytt kaka með súkkulaði, gulli og sykurmassarósum
Mig langaði svo til að sýna ykkur eina aðferð við að skreyta kökur með súkkulaði. Þessi litla elska er hjúpuð með sykurmassa og skreytt með súkkulaði sem ég málaði svo með gulldufti sem fæst í Allt í köku.
Þetta litla krútt bakaði ég í 10 cm formum sem ég keypti í Continue reading
Jólalegar skreytingar á bollakökum – uppskrift
Hafið þið skoðað myndirnar hennar Kristínar Valdimarsdóttur? Þær eru svo dásamlega fallegar að það nær engri átt! Ef þið hafið ekki rekist á dásamlegu myndirnar hennar þá getið þið skoðað þær hérna og hérna er Facebooksíðan hennar.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var þegar Kristín hafði samband við mig og spurði mig hvort ég vildi baka og skreyta bollakökur sem hún myndi svo mynda fyrir jóladagatalið sitt.
Myndirnar komu auðvitað æðislega út hjá henni eins og þið sjáið hér fyrir neðan 🙂 Continue reading
Súkkulaði sykurkökur – uppskrift
Ég er mjög hrifin af sykurkökum. Bæði eru þær góðar á bragðið og svo er hægt að skreyta þær á óteljandi vegu.
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera með í hátíðarblaði Hús og Híbýla en þar skreytti ég t.d. hvern matardisk með litlu sykurkökudádýri og jólatréi.
Continue reading
Stökkar og seigar engifer-súkkulaðibitakökur – uppskrift
Mmm, ég elska engifer og ég elska súkkulaði svo þegar ég rakst á þessa uppskrift að engifer-súkkulaðibitakökum í gömlu jólablaði frá Mörtu Stjúard (Martha Steward) hjá tengdamömmu minni þá bara varð ég að prófa – og ég var ekki svikin. Þær eru æði! Continue reading
Súkkulaðibitakökur – uppskrift
Þessar súkkulaðibitakökur eru svakalegar! Það segir svolítið um það hversu góðar þær eru að ég hef aldrei náð að frysta þær – þær klárast alltaf áður en til þess kemur. Continue reading
Að láta drauma sína rætast
Eins og þið vitið þá elska ég kökur og kökuskreytingar. Fyrir nokkrum árum kynntist ég kökunum hennar Peggy Porschen en hún rekur lítið bakarí/kaffihús í London. Maður má samt ekki láta blekkjast og halda að hún og hennar fólk baki bara nokkrar kökur og bollakökur á degi hverjum og selji þær í litla fallega kaffihúsinu í Belgravia. Peggy hefur í mörg ár, eða frá árinu 2003, boðið upp á brúðartertur sem eru „out of this world“. Continue reading
Súkkulaðikaka með Baileys smjörkremi og súkkulaðibráð
Ég er nú ekkert hrifin af drykknum Baileys og drekk það aldrei en mér finnst mjög gott að setja svolítið af því út í smjörkrem og smyrja því á góða súkkulaðiköku 🙂
Um daginn hittumst við nokkrar vinkonur í hádegismat, keyptum okkur súpu á Súpubarnum og tókum með okkur heim en mig langaði líka að bjóða upp á alvöru köku í eftirrétt. Ég ákvað því að skella í eina svona súkkulaði-Baileys bombu fyrir okkur vinkonurnar. Continue reading