Súkkulaðibitakökur – uppskrift

Þessar súkkulaðibitakökur eru svakalegar! Það segir svolítið um það hversu góðar þær eru að ég hef aldrei náð að frysta þær – þær klárast alltaf áður en til þess kemur.Súkkulaðibitakökur - Allt sætt - uppskrift

Þetta eru ekki hefðbundnar smákökur eins og þið sjáið á myndunum heldur lófastórar súkkulaðibitakökur sem smakkast æðislega einar og sér en fullkomnast með bolla af góðu heitu súkkulaði með miklum rjóma (oink oink) Súkkulaðibitakökur - uppskrift - Allt sætt

Hérna kemur uppskriftin:

 • 230 gr mjúkt smjör (við stofuhita, ekki bráðið)
 • 180 gr púðursykur
 • 160 gr sykur
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • 320 gr hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 200 gr súkkulaði (dropar eða saxað súkkulaði)

Aðferð:

 • Hitið ofninn í 180°C.
 • Hafið til bökunarplötur og smjörpappír eða sílikonmottur.
 • Setjið smjörið og sykurinn (líka púðursykurinn) í hrærivélaskál og blandið vel eða þar til blandan er orðin ljós og létt.
 • Bætið eggjunum og vanilludropunum út í og blandið áfram.
 • Stoppið hrærivélina og skafið vel innan úr skálinni með sleikju, blandið áfram í eina mínútu.
 • Blandið þurrefnunum út í og blandið áfram vel saman.
 • Hellið súkkulaðidropunum út í deigið og blandið aðeins áfram.
 • Búið til litlar kúlur úr deginu með ísskeið eða teskeiðum. Ég fékk mína ísskeið í Kosti um daginn á ca. 1.200kr. Sú ísskeið er 4 cm í þvermál. Snilldin við að nota ísskeið er að kökurnar verða allar jafn stórar.
 • Kökurnar leka svolítið út svo það er mikilvægt að hafa gott bil á milli þeirra á bökunarplötunni.
 • Bakið í miðjum ofninum í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar fá á sig gylltan lit. Passið að baka þær ekki of lengi því þá verða þær svo stökkar.

Njótið vel!

Share

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *