Ég er nú ekkert hrifin af drykknum Baileys og drekk það aldrei en mér finnst mjög gott að setja svolítið af því út í smjörkrem og smyrja því á góða súkkulaðiköku 🙂
Um daginn hittumst við nokkrar vinkonur í hádegismat, keyptum okkur súpu á Súpubarnum og tókum með okkur heim en mig langaði líka að bjóða upp á alvöru köku í eftirrétt. Ég ákvað því að skella í eina svona súkkulaði-Baileys bombu fyrir okkur vinkonurnar. Continue reading
Month: nóvember 2015
Súkkulaðitrufflur með lakkrísdufti, kakói og kókosmjöli – uppskrift
Súkkulaðitrufflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði elska ég að borða þær 😉 og svo er hrikalega einfalt og skemmtilegt að búa þær til. Allir geta verið með í „bakstrinum“ – ungir sem aldnir. Það er því frábært að eiga náðuga stund með börnunum eða vinunum, spjalla og hlæja saman um leið og maður hnoðar súkkulaði í bolta og veltir þeim upp úr einhverju góðu t.d. kakói, kókosmjöli, lakkrísdufti eða muldum hnetum. Continue reading