Gulrótarkaka með rjómaostakremi – mín uppáhalds uppskrift

Góð gulrótarkaka með góðu rjómaostakremi er ein af mínum uppáhalds kökum. Þessi uppskrift er svakalega góð! Gulræturnar eru soðnar og maukaðar en ekki rifnar sem þýðir að kakan er súper djúsí 🙂 Uppskriftina fékk ég í matreiðslubókinni The Silver Palate Cookbook og ég fylgi henni oftast alveg – kannski breyti ég aðeins magninu af gulrótunum, hnetunum og kanilnum. Mína útgáfu er að finna hérna fyrir neðan en upprunalegu uppskriftina er að finna hérna. 

Gulrótarkaka með rjómaostakremi - mín uppáhalds uppskrift Gulrótarkaka með rjómaostakremi - mín uppáhalds uppskrift Gulrótarkaka með rjómaostakremi - mín uppáhalds uppskrift Kremið sem ég notaði á kökuna er svo sjúklega gott og fáránlega einfalt – ég fæ bara ekki nóg af því! Hérna finnið þið uppskriftina að kreminu.

Ég skreytti kökuna með Agave ristuðum hnetum og fræjum (blanda) frá H-BERG sem ég fékk í Bónus. Krúttlegu karamellu-heslihneturnar setja svo punktinn yfir i-ið. Hérna sýnir Martha Stewart (!!!) hvernig hægt er að hjúpa heslihneturnar í karamellu. Það er í alvöru mjög einfalt mál. Ég vil þó bæta því við að þegar búið er að sjóða karamelluna þá er best að láta hana standa í ca. 10 mínútur í pottinum áður en hnetunum er dýft í hana. Annars er karamellan of þunn og lekur hún bara af hnetunum. Ef þið nennið ekki að horfa á allt videoið þá byrjar heslihnetu/karamellu kennslan á mínútu 4:45.

Hérna kemur svo uppskriftin að gulrótarkökunni:

 • 375 gr hveiti
 • 500 gr sykur
 • 1 tsk salt
 • 1 msk matarsódi
 • 1 1/2 msk kanill
 • 350 ml bragðlaus olía (ég nota Wesson)
 • 4 stór egg
 • 1 msk vanilludropar
 • 100 gr gróft saxaðar valhnetur
 • 120 gr kókosmjöl
 • 400-500 gr gulrætur (soðnar og maukaðar)
 • Lítil dós af rifnum ananas (sigtið vökvann frá)

Aðferð:

 • Hitið ofninn í 170°C.
 • Hafið til tvö 23 – 26 cm form. Spreyið formin með olíu (t.d. Pam), klippið svo til hring af smjörpappír og legg í botninn á formunum.
  Saxið gulræturnar í 2cm bita og setjið í sjóðandi vatn. Sjóðið þær þar til þær eru orðnar alveg mjúkar. Maukið í matvinnsluvél eða stappið vel með gaffli.
 • Sigtið þurrefnin í hrærivélaskál.
 • Bætið olíunni, eggjunum og vanillunni út í skálina með þurrefnunum og hrærið saman í hrærivél.
 • Setjið valhneturnar, kókosmjölið, gulræturnar og ananasinn út í og blandið varlega saman.
 • Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og bakið kökurnar í ca. 45 – 60 mínútur eftir stærð formanna. Kökurnar eru tilbúnar þegar tannstöngli (úr við) er stungið í kökuna og hann kemur hreinn upp.
 • Látið kökurnar standa á borðinu í formunum í ca. 5 mínútur. Þá er óhætt að hvolfa kökunum yfir á vírgrind og láta þær hvíla þar til þær hafa kólnað alveg niður.

Njótið vel!

Share

2 thoughts on “Gulrótarkaka með rjómaostakremi – mín uppáhalds uppskrift

 1. Ótrúlega girnileg uppskrift! Mig langar til þess að sleppa hnetunum þar sem það er hnetuofnæmi í fjölskyldunni, þarf ég að auka eitthvað annað hráefni á móti?

  bestu kveðjur,
  Diljá

  1. Sæl Diljá
   Það er ekkert mál að sleppa hnetunum og þú þarft ekki að bæta neinu öðru við í staðinn.
   Kakan verður samt sem áður dásamega ljúfeng 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *