Litlir bakaðir kleinuhringir með glassúr

Þessir litlu sætu kleinuhringir eru svo skemmtilegir og dásamlega góðir. Þeir eru rétt munnbiti að stærð sem mér finnst svo krúttlegt en það er líka til form frá Wilton sem er gerir hefðbundna stærð af kleinuhringjum Aðferðin við að baka þá er nákvæmlega sú sama fyrir utan lengri bökunartíma. Ég notaði þetta form en það keypti ég fyrir löngu síðan í Allt í köku.Litlir bakaðir kleinuhringir með glassúr

Litlir bakaðir kleinuhringir með glassúrÉg bjó til þrjár tegundir af glassúr fyrir þessar elskur. Ég gerði glassúr með Maple sírópsbragði, með vanillubragði og kaffibragði.Litlir bakaðir kleinuhringir með glassúrLitlir bakaðir kleinuhringir með glassúrÞað er mjög mikilvægt að hafa í huga þegar þessir kleinuhringir eru bakaðir að setja ekki of mikið deig í formin. Fyllið formið aðeins til hálfs. Fyrsti skammturinn sem fór inn í ofn hjá mér kom agalega út. Kleinuhringirnir voru vægast sagt ólögulegir en þá minnkaði ég bara magnið af deiginu í næsta skammti og þá heppnaðist þetta 🙂  Eins er mikilvægt að spreyja formið vel með olíuspreyi og sáldra smá hveiti yfir áður en deigið fer í formið því annars eiga þeir til að festast í formunum. Ég lenti ekki í neinum vandræðum þegar ég spreyjaði formin vel, setti svo hveiti yfir olíuna og passaði að láta formið standa í 8-10 mínútur áður en ég reyndi á ná þeim úr formunum. Ef maður fylgir þessum atriðum þá er baksturinn ekkert mál 😉

Hérna kemur svo uppskriftin að kökunum:

 • 330 gr hveiti
 • 350 gr sykur
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk kanill
 • 1/2 tsk salt
 • 1 stórt egg
 • 300 ml nýmjólk
 • 2 msk bráðið smjör
 • 2 tsk vanilludropar

Aðferð:

 • Hitið ofninn í 170°C. Hafið til formið/formin sem baka á kleinuhringina í ásamt olíuspreyi og hveiti.
 • Sigtið öll þurrefnin í stóra skál.
 • Brjótið eggið í minni skál og pískið það létt.
 • Bætið þá mjólkinni, vanilludropunum og smjörinu út í eggið.
 • Hellið vökvablöndunni yfir þurrefnin og blandið saman með písk þar til deigið er tilbúið.
 • Mér finnst gott að sprauta deginu í formið með þessari græju. Ef þið eigi ekki svona tæki þá er hægt að setja svolítið af deiginu í nestispoka. Bindið fyrir og klippið svo annað hornið þannig að það myndist lítið gat. Þá getið þið sprautað deiginu í formin.
 • Bakið litlu kleinuhringina í 10 mínútur en stóru hringina þarf að baka í 17 mínútur.
 • Takið formið út úr ofninum og látið það standa á borði í 8-10 mínútur áður en þið hvolfið kleinuhringjunum úr því.
 • Dýfið kleinuhringjunum í glassúrinn.

Glassúr:

Kaffi – 1,5 dl flórsykur, 2 msk sterkt kaffi, nokkur instant kaffikorn og mjólk til að þynna blönduna. Ath! hafið glassúrinn ekki of þunnann, hann þarf að hanga á kleinuhringjunum 🙂
Vanillu – 1,5 dl flórsykur, 1,5 tsk vanilludropar eða 2 tsk af vanillusykri og mjólk til að þynna blönduna.
Maple síróp – 1,5 dl flórsykur, 1 msk síróp með Maple bragði, (fæst í Bónus) og mjólk til að þynna blönduna.

Njótið vel!

Share

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *