Létt og silkimjúkt smjörkrem

Mig langar að deila með ykkur uppáhalds smjörkreminu mínu. Þetta krem er svo mjúkt og létt að það lítur út eins og þeyttur rjómi. Svo er það dásamlegt á bragðið. Ég nota þetta krem mjög mikið og það er frábært að nota það undir sykurmassa. Það skemmir svo ekki að það er gríðarlega auðvelt að bæta við hinum ýmsu brögðum t.d. súkkulaði, hindberjum, karamellu, kaffi, hnetusmjöri o.s.frv.

En byrjum á uppskriftinni:

  • 250 gr eggjahvítur
  • 250 gr sykur 
  • 500gr mjúkt smjör 
  • Bragðefni eftir smekk (sjá tillögur hér fyrir neðan)

Aðferð:

  • Fyrst þarf að gæta að því að skálin og þeytarinn séu laus við alla fitu. Best er að þvo bæði upp úr sjóðandi heitu sápuvatni, skola svo vel og þurrka með alveg hreinu viskastykki. Sumir þurrka innan úr skálinni og þeytarann með sítrónusafa en sýran leysir fituna upp.
  • Þá er næst að setja vatn (1/3) í lítinn pott og hita vatnið.Létt og silkimjúkt smjörkrem - kennsla og uppskrift www.alltsaett.com
  • Aðskiljið eggjahvíturnar frá rauðunum og setjið í skálina ásamt sykrinum og blandið saman. Skálin fer þá ofan á pottinn með sjóðandi vatninu.Létt og silkimjúkt smjörkrem - kennsla og uppskrift www.alltsaett.com
  • Nú er mikilvægt að fara ekki frá skálinni og vera dugleg að hræra í eggja og sykurblöndunni svo eggin eldist ekki. Líklega ekki mjög skemmtilegt að bjóða upp á smjörkrem með hrærðum eggjum í 😉 Blandan er hituð upp í ca 65°C-70°C eða þangað til sykurinn hefur alveg leyst upp í eggjahvítunum en það finnum við með því að taka örlítið af blöndunni og nudda henni milli tveggja fingra. Ég nota ekki hitamæli, frekar finn ég blönduna milli fingranna. Ef þið finnið ennþá fyrir sykrinum þá þarf að hræra aðeins lengur.Létt og silkimjúkt smjörkrem - kennsla og uppskrift www.alltsaett.com
  • Þegar blandan er tilbúin þá færum við skálina yfir í hrærivélina og hrærum á meðal hraða með písknum í ca 8 mínútur.Létt og silkimjúkt smjörkrem - kennsla og uppskrift www.alltsaett.com
  • Þá erum við komin með dásamlegan marens. Á þessum tímapunkti skipti ég yfir í spaðann á hrærivélinni en það er ekki nauðsynlegt.Létt og silkimjúkt smjörkrem - kennsla og uppskrift www.alltsaett.com
  • Núna er okkur óhætt að bæta smjörinu (sem þarf að vera við stofuhita) hægt og rólega við blönduna. Gott að hræra vel á milli. Stundum verður kremið eins og kotasæla en þá er bara að hræra kremið áfram þar til það verður silki mjúkt og laust við alla kekki. Þetta getur tekið frá 2 – 6 mínútum. Núna er okkur óhætt að blanda bragðefnum saman við og hérna koma nokkrar tillögur:
  • Mokka: 1/2 bolli (120 ml) af sterku kaffi og 120 gr saxað dökkt súkkulaði. Bræðið súkkulaðið í kaffinu. Látið kólna í 3 mínútur og blandið svo við kremið.
  • Súkkulaði: Bræðið 120 gr af súkkulaði og látið það kólna í 3 mínútur áður en því er blandað við kremið.
  • Karamella: 1 bolli (240 ml) þykk karamella, heimagerð eða keypt út í búð.
  • Hindber: 1 1/2 bolli hindberja purée. Hitið 1 & 1/2 bolla af frosnum hindberjum í potti í 5 mínútur. Setjið hindberin í blandara og þeytið þau vel. Sigtið fræin frá og leyfið blöndinni að kólna við stofuhita.
  • Vanilla: Skafið fræin úr einn vanillustöng og blandið út í kremið.
  • Piparmynta: 1 tsk piparmyntubragðefni og nokkri dropar af grænum matarlit. Hérna getur líka verið gott að bæta súkkulaðidropum eða fínt söxuðu súkkulaði út í. Mynta og súkkulaði á svo vel saman.
  • Nutella: 120-180 gr (smakkið til) af Nutella bætt út í kremið.
  • Sítróna: Bætið sítrónusmjöri (lemon curd) eftir smekk út í kremið.
  • Kaffi: 1 msk instant kaffi leyst upp í 2 msk af sjóðandi vatni. (má setja meira kaffi)
  • Lakkrís: Bætið lakkrísdufti frá Lakrids út í og smakkið til.

Njótið vel!Létt og silkimjúkt smjörkrem - kennsla og uppskrift www.alltsaett.com

 

Share

5 thoughts on “Létt og silkimjúkt smjörkrem

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *