Woopie (pie) það er föstudagur! – uppskrift

Í dag langar mig að deila með ykkur uppskrift að súkkulaði Woopie pie. Woopie pie er í raun blanda af köku og smáköku. Hún er stífari en kaka en mýkri en smákaka. Þessar henta frábærlega í barnaafmæli þar sem allir fá sína eigin köku sem þeir geta borðað með höndunum. Þessar eru líka sniðugar til að taka með sér á bekkjarkvöld eða í útiafmæli.
Kakan er sett saman með kremi og maður fyllist valkvíða þegar ákveða á kremið sem fer á milli því útgáfurnar eru endalausar. Í dag hrærði ég vanillu sykurpúðakrem og setti á milli. Það er ansi mjúkt krem svo ég mæli ekki með því á milli ef ferðast á með kökurnar milli staða. Þá væri sniðugra að setja smjörkrem á milli t.d. vanillu, súkkulaði eða karamellu.

Súkkulaði woopie pie með sykurpúðakremi - uppskrift www.alltsaett.com Súkkulaði woopie pie með sykurpúðakremi - uppskrift www.alltsaett.com Súkkulaði woopie pie með sykurpúðakremi - uppskrift www.alltsaett.com Súkkulaði woopie pie með sykurpúðakremi - uppskrift www.alltsaett.com

En hérna kemur uppskriftin að kökunum:

 • 440 gr (3 1/2 bolli) hveiti
 • 1 tsk salt
 • 180 gr (1 1/2 bolli) gott kakó
 • 1 msk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 230 gr mjúkt smjör
 • 400gr (2 bollar) sykur
 • 2 stór egg
 • 240 ml (2 bollar) súrmjólk
 • 2 tsk vanilla

Aðferð:

Hitið ofnin í 200°C.
Setjið smjörpappír (eða sílikonmottur) á tvær ofnplötur.

 • Blandið saman hveiti, salti, matarsóda og lyftidufti í skál. Setjið til hliðar.
 • Setjið smjör og sykur í hrærivélaskál og hrærið (með spaðanum) í 2-3 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós.
 • Blandið þá eggjunum, einu í einu, saman við smjörið og sykurinn og hrærið vel saman.
 • Hellið súrmjólkinni og vanillunni út í hrærivélaskálina og blandið áfram vel.
 • Þá eru þurrefnunum sett útí í nokkrum skömmtum. Hrærið þar til allt er komið vel saman.
 • Setjið hluta af deginu í sprautupoka eða Ziplock poka og klippið eitt hornið af. Sprautið degi á stærð við litla mandarínu á bökunarplöturnar.
 • Bakið kökurnar í 12 mínútur. Þegar bökunartíminn er hálfnaður snúið þá plötunum í ofninum svo kökurnar bakist jafnt.
 • Að 12 mínútum liðnum takið þá kökurnar út og látið þær kólna á plötunum í ca. 5 mínútur. Að þeim tíma liðnum skal færa þær á kæligrind/vírgrind þar sem þær þurfa að kólna alveg.
 • Sprautið afgangnum af deginu á plöturnar og bakiðSúkkulaði woopie pie með sykurpúðakremi - uppskrift www.alltsaett.com

Uppskrift að sykurpúðakreminu er að finna hérna nema við sleppum því að setja smjörið út í. En fyrir þau ykkar sem elskið smjör og viljið ekki sleppa því þá getið þið fylgt uppskriftinni til enda eða hrært í hefðbundið smjörkrem. Hérna er uppskrift að því:

 • 250 gr mjúkt smjör
 • 800gr flórsykur (bætið tveimur msk af kakói út í til að fá súkkulaðikrem)
 • 1 tsk mjólk (það má setja meiri mjólk til að létta kremið enn frekar)
 • 1 tsk vanilla

Aðferð:

 • Blandið smjöri og flórsykri saman í hrærivél. Setjið þá mjólkina og vanilluna út í og hrærið saman í ca. 3 mínútur eða þar til kremið er orðið létt og ljóst. Súkkulaði woopie pie með sykurpúðakremi - uppskrift www.alltsaett.comNjótið vel og góða helgi 🙂
Share

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *