Skemmtilegar risa bollakökur

Mig langar til að sýna ykkur hvernig ég geri skemmtilegar risa bollakökur. Þær henta við öll tilefni og skreytingamöguleikarnir eru endalausir.

Formið sem ég nota er frá Wilton og fæst hjá Allt í köku og á Amazon. Það er svo sem ekki ódýrt en það er sniðugt að vinkonur/vinir splæsi saman í svona form því sjaldnast eru báðir/allir að nota formið á sama tíma. Ég sjálf á t.d. ekki þetta form en fæ það lánað hjá systur minni. Henni þykir það alveg jafn þægilegt og mér að ég geymi það bara og svo þegar hana vantar köku þá baka ég hana bara fyrir hana 😉
Ég geri pínulítið auka til að gera kökuna enn stílhreinni og fallegri en það er að búa til súkkulaðiskál undir kökuna, í mótinu sjálfu.

Hérna finnið þið uppskrift af kökunni sem ég bakaði (einföld uppskrift passar akkúrat í þetta form) og hérna er kremið, nema í stað súkkulaðis skóf ég innan úr einni vanillustöng og blandaði því við kremið ásamt bleikum matarlit.

Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com

En þá er bara að skella sér í baksturinn og hérna koma myndir af ferlinu;
Svona lítur kakan út þegar henni er hvolft úr mótinu.
Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com
Hérna er mynd af forminu og súkkulaðinu sem ég notaði. Mér finnst mjög gott að nota Candy melts frá Wilton en það fæst stundum í Kosti og Allt í köku er líka með gott úrval. Það er líka alveg hægt að nota hvítt súkkulaði frá Nóa.Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com Ég bræði súkkulaðið í örbylgjuofni, 30 sek í einu og hræri á milli. Það þarf að passa það vel að súkkulaðið brenni ekki. Þegar súkkulaðið er alveg orðið fljótandi þá helli ég helmingnum af því í formið sem mótar botninn á kökunni og ég smyr súkkulaðinu upp allar hliðarnar. Þá fer formið inn í ísskáp í 5 mínútur svo súkkulaðið nái að stífna.
Þá er bara að hella restinni af súkkulaðinu ofan á kalda súkkulaðið og smyrja því upp hliðarnar. Reynið að passa að súkkulaðið sé nokkuð jafnt í forminu svo skálin verði ekki gegnsæ á sumum stöðum.
Kælið formið með súkkulaðinu í í ca 20-30 mín en þá er hægt að lyfta súkkulaðiskálinni upp úr mótinu án nokkurra vandkvæða.Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com

Nú þegar skálin er tilbúin þá þarf að skera kökuna til svo hún passi í formið. Fyrst þarf að skera ofan af bæði botninum og lokinu svo „sárin“ passi saman og lokið endi ekki skakkt á kökunni.
Þá er að skera örlítið af hliðunum á þeim hluta sem á að fara ofan í skálina. Ég sker rifflurnar af allan hringinn. Þá er neðri hlutinn skorinn í tvennt svo hægt sé að setja krem á milli.
Ég set svo svolítið af kremi í botninn á súkkulaðiskálinni og neðsta hluta kökunnar ofan í skálina. Svo aftur krem og efri hlutann af botninum þar ofan á. Aftur smyr ég kremi á kökuna og núna er tímabært að setja „lokið“ á hana.Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com
Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com Stúturinn sem ég notaði til að gera rósirnar er nr. 1M frá Wilton. Ég sáldraði svo örlitlu ætu glimmeri og litlum sykurhjörtum yfir kremið

Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com

Risa bollakaka - uppskrift og kennsla á www.alltsaett.com

Þessi kaka var bökuð fyrir yndislegu litlu systurdóttur mína hana Svövu Björgu sem varð eins árs um daginn 🙂

 

 

Share

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *