Hummingbird kaka með rjómaostakremi

Í sumar hitti ég brúðhjón sem komu hingað til Íslands alla leið frá Ameríku til að láta gifta sig. Við spjölluðum meðal annars um það hvernig brúðartertu þau vildu hafa og hvaða bragði þau væru spenntust fyrir. Þau höfðu séð fyrir sér að hafa þrjár ólíkar bragðtegundir og meðal annars vildu þau Hummingbird köku með rjómaostakremi. Ég kom af fjöllum.

Hvað er Hummingbird kaka spurði ég þau. Kakan kemur upprunalega frá Jamaíku en varð svo gríðarlega vinsæl í suðurríkjum Bandaríkjanna. Kakan er stútfull af ananas, bönunum og hnetum. Hún er svo krydduð með vanillu og kanil. Kakan er svolítið stíf en dásamlega djúsí og rjómaostakremið fer henni svakalega vel. Ekki skemmir fyrir að það er svakalega auðvelt að baka hana 🙂

Mér finnst svolítið fyndið að hugsa til þess að kakan komi upprunalega frá Jamaíku því mér finnst hún tilheyra haustinu. Líklega er það kanillinn sem kemur henni þangað í mínum huga.Hummingbird kaka með rjómaostakremi - uppskrift alltsaett.comMér finnst svolítið fyndið að hugsa til þess að kakan komi upprunalega frá Jamaíku því mér finnst hún tilheyra haustinu. Líklega er það kanillinn sem kemur henni þangað í mínum huga.

Mér finnst svolítið fyndið að hugsa til þess að kakan komi upprunalega frá Jamaíku því mér finnst hún tilheyra haustinu. Líklega er það kanillinn sem kemur henni þangað í mínum huga.Hummingbird kaka – uppskrift:

 • 450 gr hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk salt
 • 440 gr sykur
 • 1 tsk kanill
 • 3 stór egg
 • 1/2 bolli (120 ml) bragðlaus olía
 • 1/2 bolli (120 ml) eplamauk (ég nota eplamaukið frá Himneskt)
 • 1 1/2 tsk vanilludropar
 • 1 lítil dós ananas mauk með safanum (crushed pinaple)
 • 100 gr saxaðar pekan hnetur
 • 50 gr pekan hnetur (til að skreyta með)
 • 3 stk vel þroskaðir bananar, saxaðir

Aðferð: 

 • Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 2x 23 cm eða 3x 20 cm form. Klippið út smjörpappír og setjið í botninn á kökuformunum.
 • Setjið hveiti, matarsóda, salt, sykur og kanil í hrærivélaskál.
 • Bætið eggjum, olíu og eplamauki út í og blandið þar til hráefnin eru blaut.
 • Setjið þá vanilludropa, ananas, hneturnar og bananana út í og blandið varlega (ekki þeyta) saman (ég nota K-stykkið á hrærivélinni og blanda þessu öllu saman á innan við mínútu).
 • Skiptið deginu jafnt á milli formanna og bakið. Ef þið bakið kökuna í 23 cm formunum þá bakast kakan á 45 mínútum en 20 cm formin þurfa 35 mínútur í ofninum.
 • Þegar kakan er tilbúin færið hana yfir á vírgrind og látið kólna í ca. 5 mínútur í formunum. Að þeim tíma liðnum hvolfum við kökunum á vírgrindina, fjarlægjum smjörpappírinn og leyfum kökunum að ná herbergishita.

Rjómaostakrem:

 • 200 gr Philadelphia rjómaostur
 • 200 gr mjúkt smjör
 • 500 gr flórsykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð: 

 • Þeytið smjörið þar til það er orðið létt og ljóst. Bætið þá flósykrinum smátt og smátt út í smjörið og þeytið vel.
 • Þá er að setja vanilluna og rjómaostinn út í blönduna í tveimur skömtum og blanda vel á milli. Við þurfum samt að gæta þess að þeyta kremið ekki of mikið þegar rjómaosturinn er kominn út í því þá getur hann skilið sig.
 • Skreytið kökuna með nokkrum pekan hnetunum.

Karamellusósan er algjörlega valkvæð en ég notaði þessa uppskrift að karamellusósu. Þið notið aldrei alla uppskriftina í kökuna en sósan geymist vel í lokuðu íláti í ísskáp. Þá er hægt að hita hana rólega upp í örbylgjuofni og bjóða hana með ís eða eplaköku 🙂

Njótið vel!

Share

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *