Ískaka með súkkulaðibráð og pekanhnetukaramellukurli

Ég elska ís og ég elska góða köku svo fyrir mér er ískaka hin fullkomna samsetning.

Þessi kaka er ótrúlega einföld í smíðum. Best er að undirbúa ísinn kvöldinu áður en kakan á að borðast. Ég ákvað að baka einfalda uppskrift af þessari frábæru súkkulaðiköku og hún passar akkúrat í þrjú 20 cm kökuform. En kvöldið áður tók ég tvö af þessum bökunarformum og settti álpappír inn í þau. Álpappírinn þarf að ná vel yfir barmana á formunum. Ég fyllti þau svo af mjúkum ís (ég lét ísinn standa á eldhúsborðinu í tíu mínútur áður en ég setti hann í kökuformin). Continue reading

Share

Hummingbird kaka með rjómaostakremi

Í sumar hitti ég brúðhjón sem komu hingað til Íslands alla leið frá Ameríku til að láta gifta sig. Við spjölluðum meðal annars um það hvernig brúðartertu þau vildu hafa og hvaða bragði þau væru spenntust fyrir. Þau höfðu séð fyrir sér að hafa þrjár ólíkar bragðtegundir og meðal annars vildu þau Hummingbird köku með rjómaostakremi. Ég kom af fjöllum.

Continue reading

Share