Súkkulaðikaka með Baileys smjörkremi og súkkulaðibráð

Ég er nú ekkert hrifin af drykknum Baileys og drekk það aldrei en mér finnst mjög gott að setja svolítið af því út í smjörkrem og smyrja því á góða súkkulaðiköku 🙂
Um daginn hittumst við nokkrar vinkonur í hádegismat, keyptum okkur súpu á Súpubarnum og tókum með okkur heim en mig langaði líka að bjóða upp á alvöru köku í eftirrétt. Ég ákvað því að skella í eina svona súkkulaði-Baileys bombu fyrir okkur vinkonurnar.  Continue reading

Share

Litlar vanillukökur með karamellusósu – uppskrift

Hvað segið þið um uppskrift að þessum dásamlegu með þykkri karamellusósu?

Ég bakaði þessar elskur í sílikonmóti sem ég keypti í Habitat. Í því móti er hægt að baka 8 vanillukökur og kostaði formið 950 kr. Ég sá að það var ennþá til þegar ég kom við í nýju búðinni þeirra í Lindunum um daginn. Ef þið eigið ekki svona lítil mót þá er alveg hægt að baka þær sem bollakökur. Fyllið þá formið bara 1/2 af deigi og bakið þær í 16 mínútur. Hellið svo karamellunni yfir kökurnar þegar þær hafa fengið tíma til að kólna. Continue reading

Share

Lakkrísmarengs og fleira fallegt – uppskrift

Í dag kom ég við í Upplifun, bækur og blóm sem staðsett er í Hörpunni. Þar er oft að finna dásamleg afskorin blóm sem annars getur verið erfitt að fá hérna heima. Ég var svo heppin að ná að næla mér í nokkrar bóndarósir. Ég ELSKA bóndarósir! Og ég ELSKA líka ilmkertin frá Voluspá! Ekki nóg með að glösin séu ótrúlega falleg þá eru svo margir frábærir ilmir til að ég fæ valkvíða í hvert sinn sem ég ætla mér að kaupa kerti frá þeim. Voluspá vörurnar fást í MAIA á Laugaveginum. Ég hvert ykkur til að kíkja þar við þegar þið röltið Laugaveginn næst og stinga nefinu ofan í nokkur glös hjá þeim. Ilmirnir sem ég er með heima hjá mér núna eru Crisp Champagne og Makassar, Ebony and Peach. Continue reading

Share