Lakkrísmarengs og fleira fallegt – uppskrift

Í dag kom ég við í Upplifun, bækur og blóm sem staðsett er í Hörpunni. Þar er oft að finna dásamleg afskorin blóm sem annars getur verið erfitt að fá hérna heima. Ég var svo heppin að ná að næla mér í nokkrar bóndarósir. Ég ELSKA bóndarósir! Og ég ELSKA líka ilmkertin frá Voluspá! Ekki nóg með að glösin séu ótrúlega falleg þá eru svo margir frábærir ilmir til að ég fæ valkvíða í hvert sinn sem ég ætla mér að kaupa kerti frá þeim. Voluspá vörurnar fást í MAIA á Laugaveginum. Ég hvert ykkur til að kíkja þar við þegar þið röltið Laugaveginn næst og stinga nefinu ofan í nokkur glös hjá þeim. Ilmirnir sem ég er með heima hjá mér núna eru Crisp Champagne og Makassar, Ebony and Peach.
Svo ég haldi nú áfram að segja ykkur hvað ég ELSKA (fyrir utan þetta augljósa, börnin mín og makann) þá ELSKA ég líka lakkrísinn frá Lakrids (og reynda flest allt með lakkrísbragði). Namm! Þegar ég fer í Valdísi (sem er allt of oft) þá fæ ég mér nánast undantekningalaust ísinn með danska lakkrísnum í. Ég keypti mér um daginn lakkrísduft frá Lakrids og ég hef skellt því út í marengs með (að eigin mati) dásamlegum árangri 🙂

Lakkrísmarengs og fleira fallegt - uppskrift www.alltsaett.com

Lakkrísmarengs og fleira fallegt - uppskrift www.alltsaett.comUppskrift að lakkrís marengs:

  • 100 gr eggjahvítur
  • 200gr sykur
  • 1-2 msk lakkrísduft

Aðferð:

  • Fyrst þarf að gæta að því að skálin og þeytarinn séu laus við alla fitu. Best er að þvo bæði upp úr sjóðandi heitu sápuvatni, skola svo vel og þurrka með alveg hreinu viskastykki. Sumir þurrka innan úr skálinni og þeytarann með sítrónusafa en sýran leysir fituna upp.
  • Hitið ofninn í 100°C.
  • Þá er næst að setja vatn (1/3) í lítinn pott og hita vatnið.
  • Aðskiljið eggjahvíturnar frá rauðunum og setjið í skálina ásamt sykrinum og blandið saman. Skálin fer þá ofan á pottinn með sjóðandi vatninu.
  • Nú er mikilvægt að fara ekki frá skálinni og vera dugleg að hræra í eggja- og sykurblöndunni svo eggin eldist ekki. Blandan er hituð upp í ca 65°C-70°C eða þangað til sykurinn hefur alveg leyst upp í eggjahvítunum en það finnum við með því að taka örlítið af blöndunni og nudda henni milli tveggja fingra. Ég nota ekki hitamæli, frekar finn ég blönduna milli fingranna. Ef þið finnið ennþá fyrir sykrinum þá þarf að hræra aðeins lengur.
  • Þegar blandan er tilbúin þá færum við skálina yfir í hrærivélina og hrærum á meðalhraða með písknum í ca. 8 mínútur. Núna er marengsinn tilbúinn, við eigum aðeins eftir að blanda lakkrísduftinu út í.
    Hellið lakkrísduftinu út í marengsinn og blandið varlega saman með sleikju.
  • Þá er bara að skella marengsnum í sprautupoka og sprauta fallega dropa.
  • Bakið í ca. 25 mínútur eða þar til marengsinn losnar auðveldlega af smjörpappírnum.

Sætar kveðju, Nína

Share

One thought on “Lakkrísmarengs og fleira fallegt – uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *