Súkkulaðitrufflur með lakkrísdufti, kakói og kókosmjöli – uppskrift

Súkkulaðitrufflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði elska ég að borða þær 😉 og svo er hrikalega einfalt og skemmtilegt að búa þær til. Allir geta verið með í „bakstrinum“ – ungir sem aldnir. Það er því frábært að eiga náðuga stund með börnunum eða vinunum, spjalla og hlæja saman um leið og maður hnoðar súkkulaði í bolta og veltir þeim upp úr einhverju góðu t.d. kakói, kókosmjöli, lakkrísdufti eða muldum hnetum. Continue reading

Share

Lakkrísmarengs og fleira fallegt – uppskrift

Í dag kom ég við í Upplifun, bækur og blóm sem staðsett er í Hörpunni. Þar er oft að finna dásamleg afskorin blóm sem annars getur verið erfitt að fá hérna heima. Ég var svo heppin að ná að næla mér í nokkrar bóndarósir. Ég ELSKA bóndarósir! Og ég ELSKA líka ilmkertin frá Voluspá! Ekki nóg með að glösin séu ótrúlega falleg þá eru svo margir frábærir ilmir til að ég fæ valkvíða í hvert sinn sem ég ætla mér að kaupa kerti frá þeim. Voluspá vörurnar fást í MAIA á Laugaveginum. Ég hvert ykkur til að kíkja þar við þegar þið röltið Laugaveginn næst og stinga nefinu ofan í nokkur glös hjá þeim. Ilmirnir sem ég er með heima hjá mér núna eru Crisp Champagne og Makassar, Ebony and Peach. Continue reading

Share