Súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi – uppskrift

Þegar ég spurði eldri stelpuna mína (13 ára) hvernig köku hún vildi hafa í afmælinu sínu (hvernig köku?!, eins og það yrði bara ein) þá hrópaði hún „Nutella ostakökuna!“. Ok, ég skil það vel og ég elska hana líka en mig langaði að skreyta köku svo ég hélt þá áfram að spyrja hana hvort hún vildi ekki líka einhverja afmælisköku, svona skreytta köku. „Eins og hvernig“ heyrðist þá. Hmm…..hvað með súkkulaðiköku með Oreo smjörkremi? Hún missti andlitið enda ELSKAR hún Oreo kex 🙂 Þá var það ákveðið, Nutella ostakaka (uppskriftin kemur í næsta pósti 😉 ), súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi (og svo bætti mamman við sítrónuköku með bláberja compote, vanillu sykurkökum, súkkulaðimolum með Oreo kexi í og eiginmaðurinn skellti í Chilli con carne – já það fór enginn svangur heim úr þessu partýi).

Súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi - uppskrift www.alltsaett.comSúkkulaðikaka með Oreo smjörkremi - uppskrift www.alltsaett.comSúkkulaðikaka með Oreo smjörkremi - uppskrift www.alltsaett.comSúkkulaðikaka með Oreo smjörkremi - uppskrift www.alltsaett.com

En þá að uppskriftinni. Ég hljóma líklega eins og biluð plata en aftur bakaði ég þessa súkkulaðiköku. Hún bara klikkar ekki! Ég bakaði hana í 3 x 20cm formum við 170°C í 35 mínútur.

Hérna er svo uppskrift að kreminu:

 • 500gr mjúkt smjör
 • 1kg flórsykur
 • 2 tsk vanilludropar
 • 4 msk rjómi eða mjólk
 • 1pk (16 kexkökur) Oreo kex

Aðferð:

 • Þeytið smjörið í hrærivél þar til það er orðið létt og ljóst, ca 3-4 mín.
 • Bætið flósykrinum út í smjörið í nokkrum skömmtum ásamt vanilludropunum.
 • Þeytið áfram vel, í ca. 2 mínútur.
 • Bætið rjómanum/mjólkinni út í þar til kremið.
 • Setjið kexkökurnar í plastpoka og lemjið þær með t.d. kjöthamri. Það þarf að gæta sín aðeins þarna því ef við myljum kökurnar mjög smátt þá er hætta á því að kremið verði grátt. Það er gott að hætta að lemja kexið þegar við erum komin með fullt af litlum kexbitum (á stærð við nöglina á litla fingri) án þess að þær séu komnar í duft.
 • Blandið kexinu varlega við smjörkremið með sleikju.
 • Ath! þegar við erum með kexbita í kreminu þá er mjög erfitt að sprauta því svo ef þið ætlið að nota það ofan á bollakökur þá mæli ég með því að þið notið stóran hringlaga sprautustút eða hreinlega klippið bara framan af sprautupokanum og sprautið kreminu á kökurnar þannig.

Súkkulaðibráð:

 • 100gr suðusúkkulaði
 • 50 ml rjómi

Aðferð:

 • Brjótið súkkulaðið niður í litla bita og setjið í skál.
 • Hitið rjómann að suðu og hellið þá rjómanum yfir súkkulaðið.
 • Látið standa óhreyft í ca. 30 sek.
 • Blandið nú súkkulaðinu og rjómanum varlega saman með sleikju. Ef það eru enn súkkulaðimolar í kreminu sem ekki hafa bráðnað má setja skálina inn í örbylgjuofn í 20-30 sek. og halda svo áfram að blanda með sleikjunni.
 • Látið kremið standa á stofuborði í ca. 20-30 mín. áður en þið hellið því yfir kökuna.

Njótið vel, Nína 🙂

Nina eigandi www.alltsaett.com með Oreo súkkulaðiköku - blogg

Share

One thought on “Súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi – uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *