Súkkulaðikaka með Baileys smjörkremi og súkkulaðibráð

Ég er nú ekkert hrifin af drykknum Baileys og drekk það aldrei en mér finnst mjög gott að setja svolítið af því út í smjörkrem og smyrja því á góða súkkulaðiköku 🙂
Um daginn hittumst við nokkrar vinkonur í hádegismat, keyptum okkur súpu á Súpubarnum og tókum með okkur heim en mig langaði líka að bjóða upp á alvöru köku í eftirrétt. Ég ákvað því að skella í eina svona súkkulaði-Baileys bombu fyrir okkur vinkonurnar.  Continue reading

Share

Súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi – uppskrift

Þegar ég spurði eldri stelpuna mína (13 ára) hvernig köku hún vildi hafa í afmælinu sínu (hvernig köku?!, eins og það yrði bara ein) þá hrópaði hún „Nutella ostakökuna!“. Ok, ég skil það vel og ég elska hana líka en mig langaði að skreyta köku svo ég hélt þá áfram að spyrja hana hvort hún vildi ekki líka einhverja afmælisköku, svona skreytta köku. „Eins og hvernig“ heyrðist þá. Hmm…..hvað með súkkulaðiköku með Oreo smjörkremi? Hún missti andlitið enda ELSKAR hún Oreo kex 🙂 Þá var það ákveðið, Nutella ostakaka (uppskriftin kemur í næsta pósti 😉 ), súkkulaðikaka með Oreo smjörkremi (og svo bætti mamman við sítrónuköku með bláberja compote, vanillu sykurkökum, súkkulaðimolum með Oreo kexi í og eiginmaðurinn skellti í Chilli con carne – já það fór enginn svangur heim úr þessu partýi). Continue reading

Share

Súkkulaðimolar sem eru fullkomnir í hvaða veislu sem er

Þessa dagana er ég að skipuleggja 13 ára afmæli eldir stelpunnar minnar. Ég hef m.a. verið að prófa mig áfram með að lita hvítt súkkulaði og gera fallega súkkulaðimola. Þessir molar eru æði því súkkulaðið má lita í hvaða lit sem er, t.d. ombre bleikum í babyshower fyrir stelpu, rauðum, grænum og hvítum um jólin eða gulum og myntugrænum fyrir páskana.
Eins og gefur að skilja þá þarf súkkulaðið að vera hvítt ef við ætlum að lita það og við verðum að velja gott hvítt súkkulaði því þetta eru jú konfektmolar sem við erum að gera 🙂 Í Hagkaup er hægt að fá mjög gott súkkulaði frá Barry Callebaut í 240gr pokum (súkkulaðidropar). Svo fæst líka dásamlegt hvítt súkkulaði frá Green & Black’s bæði í Hagkaup og Bónus. Continue reading

Share