Skreyttar sykurkökur – uppskrift

Þessar skemmtilegu og bragðgóðu kökur eru æðislegar við öll tilefni. Deigið og aðferðin við baksturinn sjá til þess að kökurnar halda alveg laginu þegar þær eru bakaðar.
Það er hægt að nota hvaða piparkökumót sem er til að skera út kökurnar, möguleikarnir eru endalausir. Ég hef keypt mín mót á Amazon, hjá Allt í köku, í Kokku og á ýmsum öðrum stöðum. Formin sem ég notaði í þessar kökur fékk í Allt í köku. Þetta eru hjörtu og mót sem eru í laginu eins og ís. Hérna sjáið þið hvernig ég hef skreytt ís kökurnar með Royal icing (glassúr). Continue reading

Share

5 ára afmæli yngri stelpunnar minnar

Þann 11. ágúst varð „litla“ stelpan mín 5 ára. Frá því að síðustu gestirnir fóru úr fjögurra ára afmælinu hennar hefur hún hugsað um afmæliskökuna sem átti að vera í næsta afmæli. Mömmunni finnst svolítið erfitt að fá ekki bara að ráða þessu sjálf en svo er auðvitað líka gaman að því að hún hafi skoðun á kökunni og afmælisþemanu 🙂 Á þessu ári sem liðið er frá síðasta afmæli hefur hún m.a. viljað ofurhetjuþema, Frozen, Barbie, Hello Kitty og margar aðrar.

Þegar ég var að gramsa í kökudótinu mínu (sem tekur upp heilan fataskáp!) þá fann ég tvær dúkkur sem ég hafði keypt í Tiger fyrir þremur eða fjórum árum. Þegar ég sá dúkkurnar, Rauðhettu og úlfinn, þá langaði mig strax að gera köku í því þema. Svo leið og beið en aldrei samþykkti litlan mín Rauðhettu þema í afmælinu sínu, fyrr en núna! Jei! Continue reading

Share