Red velvet bollakökur með rjómaostakremi – uppskrift

Þessar litlu fallegu kökur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Þær er rauðar, léttar kökur með súkkulaðibragði og svo rúsínan í pysluendanum (ojj!) er að toppa þær með geggjuðu vanillu rjómaostakremi. Ég var lengi að finna uppskrift að fullkomnu rjómaostakremi en þegar ég heimsótti litla bakaríið hennar Peggy Porschen í London þá fann ég loksins hið fullkomna krem. Ég var fljót að panta uppskriftabókina hennar, Boutique baking en þar er einmitt að finna uppskriftina að þessu dásamlega kremi ásamt mörgum öðrum skemmtilegum uppskriftum. Continue reading

Share

Guðdómlegt lítið kaffihús í Belgravia í London

Ég hef í nokkurn tíma (og í nokkurri fjarlægð) fylgst með Peggy Porschen, en hún á og rekur bakarí og kaffihús í Belgravia í London. Peggy er mjög þekkt í kökuheiminum en hún hefur t.d. bakað brúðartertur fyrir Stellu McCartney og Kate Moss!

Það sem ég elska (já, ég elska kökurnar hennar) helst við kökurnar er að þær eru ávallt stílhreinar, glæsilegar og rómantískar.  Continue reading

Share