Guðdómlegt lítið kaffihús í Belgravia í London

Ég hef í nokkurn tíma (og í nokkurri fjarlægð) fylgst með Peggy Porschen, en hún á og rekur bakarí og kaffihús í Belgravia í London. Peggy er mjög þekkt í kökuheiminum en hún hefur t.d. bakað brúðartertur fyrir Stellu McCartney og Kate Moss!

Það sem ég elska (já, ég elska kökurnar hennar) helst við kökurnar er að þær eru ávallt stílhreinar, glæsilegar og rómantískar. 

Peggy Porschen 2 PP ppq

Í júní 2012 var ég stödd í London og gerði ég mér ferð á kaffihúsið hennar. Oh boy! Ég hefði viljað búa þar. Kaffihúsið er lítið og sætt með fáum stólum og borðum. Þar eru alltaf til sýnis nokkrar kökur sem hún hefur skreytt og fyrir kökuskreytingarperra eins og mig var þetta algjört himnaríki. Við hjónin settumst niður og fengum okkur nokkrar bollakökur (maður varð auðvitað að smakka allar tegundirnar) og bleikt kampavín með ( já, ég elska líka bleikt kampavín).

pp5

Laurent Perrier Peggy Porschen

pp4

Peggy rekur líka Peggy Porschen academy en þar er hún með yfirgripsmikil námskeið í kökuskreytingum, sykurblómagerð, kökubakstri, samsetningum og stöflun á kökum. Þar er einnig hægt að fara á námskeið í bollaköku- og sykurkökskreytingum. Það er draumur minn að komast í diplómanám til hennar.

Myndir: www.peggyporschen.com

IMG_7059

En ég hvet ykkur til að smella hérna og skoða allar dýrðlegu kökurnar hennar og hérna ef þið viljið panta ykkur bækurnar hennar. 

Njótið vel!

Share

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *