Matcha bollakökur með Matcha smjörkremi – uppskrift

Fyrir nokkrum mánuðum sá ég svo fallega köku á netinu. Hún var skreytt með Matcha smjörkremi sem gaf henni yndislegan grænan (já – ég veit) náttúrulegan lit. Engin þörf á að nota matarlit 😀 Þarna kviknaði áhugi minn á því að prófa að nota Matcha te í bakstur og loooooksins lét ég verða að því eftir að ég rakst á Matcha tea for cooking á Te & Kaffi. Continue reading

Share

Jólalegar skreytingar á bollakökum – uppskrift

Hafið þið skoðað myndirnar hennar Kristínar Valdimarsdóttur? Þær eru svo dásamlega fallegar að það nær engri átt!  Ef þið hafið ekki rekist á dásamlegu myndirnar hennar þá getið þið skoðað þær hérna og hérna er Facebooksíðan hennar.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu glöð ég var þegar Kristín hafði samband við mig og spurði mig hvort ég vildi baka og skreyta bollakökur sem hún myndi svo mynda fyrir jóladagatalið sitt.
Myndirnar komu auðvitað æðislega út hjá henni eins og þið sjáið hér fyrir neðan 🙂 Continue reading

Share

Súkkulaðibollakökur með sykurpúðafjalli og súkkulaðibráð

Ég hef haft augastað á þessum flottu bollakökum lengi enda súper djúsí að sjá en ég viðurkenni það alveg að það hræddi mig pínulítið að snúa bollaköku með fjalli af sykurpúðakremi á yfir fljótandi súkkulaðibráð, dýfa fjallinu í súkkulaðið og láta kökuna svo bara hanga rólega yfir súkkulaðinu þar til það hætti að leka af. Um liðna helgi var enginn bakstur á dagskrá en ég vaknaði á sunnudagsmorguninn með þessar á heilanum. Continue reading

Share

Cappuccino bollakökur à la Nigella – uppskrift

Þessar dásamlegu cappuccino bollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni, a.m.k hjá þeim sem hafa smekk fyrir kaffi 🙂 Þær eru fullkomnar með kaffinu á rólegum sunnudögum og það skemmir ekki að það er mjög einfalt að baka þær.

Uppskriftina fékk ég í bók Nigellu sem heitir How to be a domestic goddess, þakka ykkur fyrir! Í sömu bók er að finna snilldar uppskrift að amerískum pönnukökum sem maður hrærir í blendernum en meira af þeim síðar. Continue reading

Share