Ískaka með súkkulaðibráð og pekanhnetukaramellukurli

Ég elska ís og ég elska góða köku svo fyrir mér er ískaka hin fullkomna samsetning.

Þessi kaka er ótrúlega einföld í smíðum. Best er að undirbúa ísinn kvöldinu áður en kakan á að borðast. Ég ákvað að baka einfalda uppskrift af þessari frábæru súkkulaðiköku og hún passar akkúrat í þrjú 20 cm kökuform. En kvöldið áður tók ég tvö af þessum bökunarformum og settti álpappír inn í þau. Álpappírinn þarf að ná vel yfir barmana á formunum. Ég fyllti þau svo af mjúkum ís (ég lét ísinn standa á eldhúsborðinu í tíu mínútur áður en ég setti hann í kökuformin). Continue reading

Share

Súkkulaðibollakökur með sykurpúðafjalli og súkkulaðibráð

Ég hef haft augastað á þessum flottu bollakökum lengi enda súper djúsí að sjá en ég viðurkenni það alveg að það hræddi mig pínulítið að snúa bollaköku með fjalli af sykurpúðakremi á yfir fljótandi súkkulaðibráð, dýfa fjallinu í súkkulaðið og láta kökuna svo bara hanga rólega yfir súkkulaðinu þar til það hætti að leka af. Um liðna helgi var enginn bakstur á dagskrá en ég vaknaði á sunnudagsmorguninn með þessar á heilanum. Continue reading

Share