Súkkulaðitrufflur með lakkrísdufti, kakói og kókosmjöli – uppskrift

Súkkulaðitrufflur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði elska ég að borða þær 😉 og svo er hrikalega einfalt og skemmtilegt að búa þær til. Allir geta verið með í „bakstrinum“ – ungir sem aldnir. Það er því frábært að eiga náðuga stund með börnunum eða vinunum, spjalla og hlæja saman um leið og maður hnoðar súkkulaði í bolta og veltir þeim upp úr einhverju góðu t.d. kakói, kókosmjöli, lakkrísdufti eða muldum hnetum. Continue reading

Share

Cappuccino bollakökur à la Nigella – uppskrift

Þessar dásamlegu cappuccino bollakökur eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni, a.m.k hjá þeim sem hafa smekk fyrir kaffi 🙂 Þær eru fullkomnar með kaffinu á rólegum sunnudögum og það skemmir ekki að það er mjög einfalt að baka þær.

Uppskriftina fékk ég í bók Nigellu sem heitir How to be a domestic goddess, þakka ykkur fyrir! Í sömu bók er að finna snilldar uppskrift að amerískum pönnukökum sem maður hrærir í blendernum en meira af þeim síðar. Continue reading

Share