Nammisprengja – vanillukaka með Milka súkkulaði og appelsínusmjörkremi

Þessi kaka er frábær í öll afmæli, hvort sem verið er að fagna 5 eða 75 árum – hún gleður alla (nema kannski þá sem eru að detoxa 😉 ).

Ég bakaði þessa vanilluköku (hún dugar í 2*23 cm form eða 3*20 cm) og ég skar niður Caramel cream súkkulaði frá Milka í þokkalega stóra bita og blandaði varlega út í degið rétt áður en ég skipti því upp milli bökunarformanna. Oft á súkkulaðið það til að safnast saman í botninum á forminu. Stundum virkar það að velta súkkulaðibitunum upp úr örlitlu hveiti áður en þeim er blandað út í degið. Continue reading

Share