Þessi súkkulaðikaka er himnesk og laus við allt vesen

Mig langar til að deila með ykkur uppskrift að dásamlegri, mjúkri og svakalega bragðgóðri súkkulaðiköku. Þessi klikkar aldrei! En hún er ekki bara bragðgóð heldur er hún ofur einföld í bakstri. Ég kalla hana Allt í eina skál súkkulaðiköku. Það þýðir að öll hráefnin fara saman í hrærivélaskálina á sama tíma og svo hrærir maður öllu saman í 2 mínútur og voila! kakan er tilbúin – fyrir ofninn, ekki borða hana hráa 😉

Ef mig langar að “henda” í eina súkkulaðiköku með kaffinu og nenni bara ekki að vesenast mikið þá baka ég þessa. Ef ég vil gera sjúklega góða og fallega köku (með miklu veseni) þá baka ég þessa. Þessi súkkulaðikaka hentar í allt, nema kannski í bollakökur því hún er svo mjúk. Continue reading

Share