Smjörkremsrósir

Þegar það kemur að því að skreyta kökur þá verð ég nú bara að viðurkenna að ég er að verða búin að fá nóg af þessu sykurmassasulli. Ég geri mér grein fyrir því að stundum þarf að setja massa á kökurnar til að ná ákveðnu útliti en ég hugsa að ég noti smjörkrem til að skreyta kökur í svona 90% tilvika. Ef maður æfir sig svolítið þá er hægt að ná kökunum mjög sléttum og fallegum með smjörkremi. Margar aðferðir eru notaðar til þess að fá þessar sléttu hliðar en ég nota t.d. vinkil! sem auðvitað er bara notaður í smjörkrem 😉 Margir nota borðsköfu til að skafa smjörkremið og ná því sléttu en núna er ég spenntust fyrir þessu tóli. Það er á leiðinni til mín í pósti – vei! Continue reading

Share