Pabbi sjötugur á Kúbu, eða svona næstum…

Fyrir stuttu varð elskulegur pabbi minn 70 ára. Við fjölskyldan leigðum okkur nokkra bústaði og héldum afmælið á Minni borgum. Það sem er m.a. svo frábært við Minni borgir er að maður getur leigt lítið þorp með 7 litlum sumarbústöðum og í miðju þorpsins er nokkuð stórt samkomuhús og þrír heitir pottar. Það þýðir að allir geta verið með sitt dót í sínum bústað en svo komið saman og eldað og borðað í samkomuhúsinu.

Við systurnar fengum það hlutverk að skipuleggja afmælið og þar með þemað. Okkur datt í hug að hafa Kúbu þema og skreyta í þeim anda. Continue reading

Share