Hrikalega einföld en dásamlega góð Nutella ostakaka

Ég sá Nigellu skella í þessa ostaköku í einum af hennar skemmtilegu matreiðsluþáttum. Mér finnst uppskriftirnar hennar oftast mjög einfaldar og (næstum) alltaf góðar 😉 Hún á það til að setja áfengi í allt sem hún gerir og ég er alls ekki spennt fyrir því. Ég er mjög spennt fyrir góðum drykk sem settur er í fallegt glas, minna fyrir það að sulla víninu í allt sem framleitt er í eldhúsinu 😉 En allavega, höldum okkur við ostakökuna. Í henni eru bara 5 hráefni og enginn bakstur – ísí písí! Continue reading

Share

Súkkulaðimolar sem eru fullkomnir í hvaða veislu sem er

Þessa dagana er ég að skipuleggja 13 ára afmæli eldir stelpunnar minnar. Ég hef m.a. verið að prófa mig áfram með að lita hvítt súkkulaði og gera fallega súkkulaðimola. Þessir molar eru æði því súkkulaðið má lita í hvaða lit sem er, t.d. ombre bleikum í babyshower fyrir stelpu, rauðum, grænum og hvítum um jólin eða gulum og myntugrænum fyrir páskana.
Eins og gefur að skilja þá þarf súkkulaðið að vera hvítt ef við ætlum að lita það og við verðum að velja gott hvítt súkkulaði því þetta eru jú konfektmolar sem við erum að gera 🙂 Í Hagkaup er hægt að fá mjög gott súkkulaði frá Barry Callebaut í 240gr pokum (súkkulaðidropar). Svo fæst líka dásamlegt hvítt súkkulaði frá Green & Black’s bæði í Hagkaup og Bónus. Continue reading

Share