Smjörkremsrósir

Þegar það kemur að því að skreyta kökur þá verð ég nú bara að viðurkenna að ég er að verða búin að fá nóg af þessu sykurmassasulli. Ég geri mér grein fyrir því að stundum þarf að setja massa á kökurnar til að ná ákveðnu útliti en ég hugsa að ég noti smjörkrem til að skreyta kökur í svona 90% tilvika. Ef maður æfir sig svolítið þá er hægt að ná kökunum mjög sléttum og fallegum með smjörkremi. Margar aðferðir eru notaðar til þess að fá þessar sléttu hliðar en ég nota t.d. vinkil! sem auðvitað er bara notaður í smjörkrem 😉 Margir nota borðsköfu til að skafa smjörkremið og ná því sléttu en núna er ég spenntust fyrir þessu tóli. Það er á leiðinni til mín í pósti – vei! Continue reading

Share

Lakkrísmarengs og fleira fallegt – uppskrift

Í dag kom ég við í Upplifun, bækur og blóm sem staðsett er í Hörpunni. Þar er oft að finna dásamleg afskorin blóm sem annars getur verið erfitt að fá hérna heima. Ég var svo heppin að ná að næla mér í nokkrar bóndarósir. Ég ELSKA bóndarósir! Og ég ELSKA líka ilmkertin frá Voluspá! Ekki nóg með að glösin séu ótrúlega falleg þá eru svo margir frábærir ilmir til að ég fæ valkvíða í hvert sinn sem ég ætla mér að kaupa kerti frá þeim. Voluspá vörurnar fást í MAIA á Laugaveginum. Ég hvert ykkur til að kíkja þar við þegar þið röltið Laugaveginn næst og stinga nefinu ofan í nokkur glös hjá þeim. Ilmirnir sem ég er með heima hjá mér núna eru Crisp Champagne og Makassar, Ebony and Peach. Continue reading

Share